Menning

Eldfjall á mynddiski

Rúnar Rúnarsson afhendir Theódóri Júlíussyni eintak.
fréttablaðið/valli
Rúnar Rúnarsson afhendir Theódóri Júlíussyni eintak. fréttablaðið/valli
Útgáfuteiti kvikmyndarinnar Eldfjalls á DVD-mynddiski var haldið í Bíói Paradís. Þar veitti Rúnar Rúnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðalleikaranum Theodóri Júlíussyni fyrsta eintakið.

Myndin hefur hlotið þann heiður að vera frumsýnd á Cannes-hátíðinni, unnið til verðlauna sem besta myndin á nokkrum hátíðum og þá hefur Theodór einnig unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Auk þess vann myndin til fjölda verðlauna á Eddu-hátíðinni 2012, sem besta myndin, besti leikstjórinn, besti leikarinn og besta leikkonan.

Veglegt aukaefni er á mynddisknum, þar á meðal stuttmynd Rúnars, Síðasti bærinn, sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna 2006. Á disknum eru einnig viðtöl við leikara og leikstjóra myndarinnar og meira efni um gerð hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×