Erlent

Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu

BBI skrifar
Pena Nieto fagnar úrslitum kosninganna og heilsar upp á stuðningsmenn sína.
Pena Nieto fagnar úrslitum kosninganna og heilsar upp á stuðningsmenn sína.
Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldi að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu.

Hinn nýkjörni forseti, Pena Nieto, lýsti því yfir að hann hefði ekki gert neitt rangt og hótaði að fara í mál við andstæðinga sína vegna ásakananna um að hafa brotið kosningalög.

Umfjöllun BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×