Skorið niður til öryggismála á meðan sjálfboðaliðar tryggja öryggi ferðamanna Karen Kjartansdóttir skrifar 9. desember 2012 18:48 Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar. Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar.
Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira