Barið í bresti stjórnarandstöðu Sýrlands Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Í Doha Burhan Ghalioun, leiðtogi Sýrlenska þjóðarráðsins, (til vinstri) heilsar gestum á fundi stjórnarandstöðuflokksins í Doha í Katar í gær. Fréttablaðið/AP Lykilþjóðir styðja viðleitni til að styrkja og efla samheldni hópa sem barist hafa á móti stjórnvöldum í Sýrlandi, að sögn höfundar áætlunarinnar. Stjórnarandstaðan hefur víða verið gagnrýnd fyrir ósamstöðu. Þá hafa hópar stjórnarandstæðinga þegar lýst andstöðu við fyrirætlanirnar. Fimm daga ráðstefna, sem ætlað er að bera klæði á vopnin í innbyrðis erjum sem hamlað hafa stjórnarandstæðingum Sýrlandsstjórnar í átökum í Sýrlandi, hófst í Doha í Katar í gær.Í Sýrlandi Konu og börnum bjargað úr húsi sem varð fyrir loftárás stjórnarhersins í bænum Al-Bab í gær.Nordicphotos/AFPMikið er í húfi, því takist ekki umbætur í samstarfi andstöðuhópa, sem reyna að koma Bashar Assad Sýrlandsforseta frá völdum, þá gætu þeir orðið af alþjóðlegri aðstoð í baráttu sinni. Vegna þess hversu brotakennd baráttan hefur verið og stjórn hennar laus í reipum hafa vestræn stjórnvöld verið óviljug til að senda stjórnarandstæðingum peninga eða annan stuðning, svo sem í formi vopna. Riad Seif, sem hefur verið framarlega í baráttu sýrlenskra andófsmanna, hefur lagt til að komið verði á stjórn 50 manna sem leiði baráttuna gegn Sýrlandsstjórn. Þar á meðal verði fulltrúar hópa innan úr Sýrlandi, svo sem herforingjar og leiðtogar hópa stjórnarandstöðuflokka sem náð hafa landssvæðum í Sýrlandi undir sína stjórn. Hópar sem berjast í Sýrlandi, þar á meðal uppreisnarhópurinn Frjálsi Sýrlandsherinn, hafa ekki verið hrifnir af hugmyndum um stjórnarandstöðuleiðsögn í útlegð. Áætlunin myndi draga verulega úr áhrifum aðalstjórnarandstöðu hópsins, Sýrlenska þjóðarráðsins. Hópurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óskilvirkur og úr tengslum við það sem er að gerast í landinu, en hann samanstendur að mestu af fræðimönnum og öðrum sem hrakist hafa frá Sýrlandi. Seif sagði blaðamönnum í Doha í gær að á annan tug lykillanda styddu áætlun hans, en tiltók ekki hvaða lönd það væru, né heldur af hverju hann teldi sig hafa stuðning þeirra. Yfir 400 fulltrúar sækja ráðstefnuna, en á henni kýs þjóðarráðið sér nýja stjórn, áður en kosið verður um áætlun Seifs á miðvikudag Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira
Lykilþjóðir styðja viðleitni til að styrkja og efla samheldni hópa sem barist hafa á móti stjórnvöldum í Sýrlandi, að sögn höfundar áætlunarinnar. Stjórnarandstaðan hefur víða verið gagnrýnd fyrir ósamstöðu. Þá hafa hópar stjórnarandstæðinga þegar lýst andstöðu við fyrirætlanirnar. Fimm daga ráðstefna, sem ætlað er að bera klæði á vopnin í innbyrðis erjum sem hamlað hafa stjórnarandstæðingum Sýrlandsstjórnar í átökum í Sýrlandi, hófst í Doha í Katar í gær.Í Sýrlandi Konu og börnum bjargað úr húsi sem varð fyrir loftárás stjórnarhersins í bænum Al-Bab í gær.Nordicphotos/AFPMikið er í húfi, því takist ekki umbætur í samstarfi andstöðuhópa, sem reyna að koma Bashar Assad Sýrlandsforseta frá völdum, þá gætu þeir orðið af alþjóðlegri aðstoð í baráttu sinni. Vegna þess hversu brotakennd baráttan hefur verið og stjórn hennar laus í reipum hafa vestræn stjórnvöld verið óviljug til að senda stjórnarandstæðingum peninga eða annan stuðning, svo sem í formi vopna. Riad Seif, sem hefur verið framarlega í baráttu sýrlenskra andófsmanna, hefur lagt til að komið verði á stjórn 50 manna sem leiði baráttuna gegn Sýrlandsstjórn. Þar á meðal verði fulltrúar hópa innan úr Sýrlandi, svo sem herforingjar og leiðtogar hópa stjórnarandstöðuflokka sem náð hafa landssvæðum í Sýrlandi undir sína stjórn. Hópar sem berjast í Sýrlandi, þar á meðal uppreisnarhópurinn Frjálsi Sýrlandsherinn, hafa ekki verið hrifnir af hugmyndum um stjórnarandstöðuleiðsögn í útlegð. Áætlunin myndi draga verulega úr áhrifum aðalstjórnarandstöðu hópsins, Sýrlenska þjóðarráðsins. Hópurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óskilvirkur og úr tengslum við það sem er að gerast í landinu, en hann samanstendur að mestu af fræðimönnum og öðrum sem hrakist hafa frá Sýrlandi. Seif sagði blaðamönnum í Doha í gær að á annan tug lykillanda styddu áætlun hans, en tiltók ekki hvaða lönd það væru, né heldur af hverju hann teldi sig hafa stuðning þeirra. Yfir 400 fulltrúar sækja ráðstefnuna, en á henni kýs þjóðarráðið sér nýja stjórn, áður en kosið verður um áætlun Seifs á miðvikudag
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira