Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn á ný á skotskónum með Norrköping í efstu deild sænsku knattspyrnunnar er liðið lagði Mjällby að velli 2-1.
Gunnar Heiðar skoraði sigurmark heimamanna snemma í síðari hálfleiknum en hann var tekinn af velli skömmu fyrir leikslok. Sigurinn tryggði Norrköping 5. sæti deildarinnar.
Markið hjá Gunnari Heiðari var hans sautjánda á leiktíðinni. Hann varð næstmarkahæstur í deildinni en aðeisn Waris Majeed hjá BK Häcken skoraði fleiri mörk eða 23.
Gunnar Heiðar með sigurmark | Næstmarkahæstur í deildinni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn




Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn