Viðskipti innlent

Hluta af starfsfólkinu sagt upp

Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW.

Þá segir hann að Iceland Express muni á næstunni leita samninga við birgja sína og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi sinni. Bæði Pálmi og forsvarsmenn WOW segja að farþegar Iceland Express muni ekki finna fyrir breytingunni. „Grundvallaratriði samningsins er að staðið verður við allar skuldbindingar við farþega Iceland Express. Engar breytingar verða á þeim ferðum sem þeir eru nú í eða hafa bókað á næstunni," segir Pálmi í yfirlýsingunni sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×