Erlent

Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið

Mynd/AP
Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust.

Lippestad hafi því fengið mjög skamman tíma til að fara yfir nýju gögnin. Verjandinn sagði þó að ekki sé búið að ákveða að fara fram á frestun, en að hann áskilji sér rétt til að gera það síðar. Lippestad sagði einnig að Breivik vilji tjá sig í fyrramálið þegar réttarhöldin hefjast að nýju. Fjöldamorðinginn er sagður ætla að lesa upp yfirlýsingu sem taka mun um 30 mínútur í flutningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×