Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra 16. apríl 2012 09:00 Mynd/AFP Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Sjá meira
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Sjá meira