Innlent

Loka Kattholti ef fjárstyrkir fást ekki

Miklum kostnaði við rekstur Kattholts hefur fylgt viðvarandi tap hjá Kattavinafélaginu mörg undanfarin ár.
Miklum kostnaði við rekstur Kattholts hefur fylgt viðvarandi tap hjá Kattavinafélaginu mörg undanfarin ár. Fréttablaðið/GVA
„Útikettir eiga illa ævi og eru samfélaginu til vansæmdar,“ segir í bréfi Kattavinafélags Íslands til bæjaryfirvalda í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin um rekstur Kattholts, athvarfs fyrir heimilislausa ketti.

Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en fyrrgreind þrjú eru með samstarfssamning við Kattholt. Þangað eru sögð hafa komið á bilinu 600 til 700 dýr á ári og búist við allt að 900 köttum á þessu ári. Um tíu til tuttugu prósent af þessum köttum eru talin vera úr sveitarfélögunum þremur.

„Tekjur fara minnkandi og framlög velviljaðra dýravina einnig. Nú er svo komið að félagið stendur ekki lengur undir rekstri Kattholts og sér fram á lokun athvarfsins innan tíðar komi ekki til opinber aðstoð við starfsemina og að öll sveitarfélög, sem félagið sér um að sinna heimilislausum köttum frá samkvæmt dýraverndunarlögum, greiði fyrir þá þjónustu sem veitt er í Kattholti,“ segir í erindi Kattavinafélagsins.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×