Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru í eldlínunni í sænsku Superettan-deildinni þegar lið þeirra Halmstad rústaði Umeå 4-0 á útivelli.
Guðjón Baldvinsson skoraði annað mark Halmstad í leiknum eftir stoðsendingu frá Kristni Steindórssyni, sannkölluð Íslendingasamvinna.
Halmstad er í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði eitt mark fyrir Norrköping þegar liðhans tapaði fyrir AIK 5-2 í sænsku úrvalsdeildinni í dag en Gunnar skoraði fyrsta mark leiksins.
Norrköping er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig.
Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð | Gunnar og Guðjón á skotskónum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
