Kæri Sigurður Líndal Freyja Haraldsdóttir skrifar 16. júlí 2012 11:01 Kæri Sigurður Líndal Þann 8. nóvember 2010 skrifaði ég pistil á Pressuna undir yfirskriftinni Frekjan! Í fullri hreinskilni var pistillinn tileinkaður fólki sem virðist með orðum sínum og gjörðum hugsa eins og þú. Mér fannst fyrirsögnin afar viðeigandi þar sem ég upplifði, og geri enn í dag, að ef fatlað fólk ber virðingu fyrir sjálfu sér og gerir kröfur um að búa við grundvallar mannréttindi er það oft álitið ósanngjarnt, óþolinmótt, tilætlunarsamt, kröfuhart og síðast ekki síst frekt. Í DV þann 12. Júlí sl. var haft eftir þér varðandi kæru Öryrkjabandalags Íslands, vegna forsetakosningana, að þér þætti margt fólk, þ.á.m. fatlað fólk, alltaf vera að leita að einhverju ,,til að andskotast í". Það kom líka fram að þú ,,værir þreyttur á þessari mannréttindafrekju". Mig langar til að fræða þig aðeins um lífshlaup mitt í örfáum orðum áður en ég held áfram að fjalla um allan þennan meinta frekjugang tengdan kosningunum. Lífshlaup mitt hingað til hefur verið stórkostlegt í alla staði enda á ég yndislega fjölskyldu og vini, hef upplifað margt skemmtilegt og fróðlegt, verið laus við alvarleg veikindi, notið mín í skóla og unnið þroskandi og fjölbreytt störf. Þar að auki var ég svo heppin að fæðast með líkamlega skerðingu sem hefur gefið mér dýrmæt tækifæri til að kynnast fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst og upplifa lífið frá fleiri sjónarhornum en hefði ég fæðst ófötluð. Sá skuggi hefur þó hvílt yfir lífi mínu að ég hef þurft að andskotast í mörgu, eins og þú kýst að orða það, til að uppskera þetta dásamlega líf sem flestum er sjálfsagt og eðlilegt. Það sama má segja um flest annað fatlað fólk. Þegar ég var þriggja ára þurftu foreldrar mínir að andskotast í heilt ár til þess að ég ,,fengi" að ganga í leikskóla því starfsfólkið var svo hrætt við mig, fatlaða barnið. Svo varð ég fimm ára og þá þurftu þau að andskotast yfir því að ég ,,fengi" að ganga í minn heimaskóla því fagfólkinu þótti tilhugsunin um fatlaða barnið í sérskóla svo þægileg. Þegar ég flutti til Nýja Sjálands í tvö ár með fjölskyldu minni vegna atvinnu föður míns þurfti hann að andskotast þessi ósköp svo ég ,,fengi" að taka sérhannaða hjólastólinn minn með. Ísland átti hann og vildi ekki láta hann af hendi þó engin gæti notað hann nema ég. Þegar ég var 16 ára þurfti ég og foreldrar mínir að andskotast mikið til þess að ég ,,fengi" að fara í sturtu oftar en tvisvar í viku því það hentaði svo illa þjónustukerfinu að ég vildi vera hrein, það var svo tímafrekt. Þegar ég var 18 ára byrjuðum ég og fjölskylda mín að andskotast heilan helling í sjö ár til þess að ég gæti fengið aðstoð allan sólarhringinn sem ég stýrði sjálf og gæti þannig menntað mig, flutt að heiman, farið út á vinnumarkaðinn og borgað skatta - kerfinu þótti betri kostur að loka mig inn á stofnun og láta mig veslast upp þar. Þann 30. júní sl. þurfti ég, enn og aftur, að andskotast á kjörstað til þess að ,,fá" að kjósa leynilega með manneskju sem ég treysti af því að þingið og ríkisstjórnin gleymdu (aftur) að laga kosningalög sem niðurlægja fatlað fólk. Snillingarnir sem hönnuðu kosningalögin töldu heppilegra að hafa vit fyrir ,,fólki eins og mér" og láta ókunnugan (eða velkunnugan) embættismann fara með okkur inn í kjörklefan og aðstoða við að greiða atkvæði. Ég fékk mínu framgengt þann 30. júní sl. og kaus með minni eigin aðstoðarkonu en það sama mátti ekki segja um annað fatlað fólk sem þó andskotaðist margt hvert á kjörstað líkt og ég. Þeim hópi er nú misboðið enda búið að brjóta á grundvallar rétti þess sem þegnum í lýðræðisríki og hefur sumt þeirra ákveðið að kæra kosninguna. Þú segir í DV að þú skiljir ekki hver munurinn sé á að velja sér manneskju, hvort sem það er ráðin aðstoðarmanneskja eða ættingi, eða velja sér embættismann. Þú bætir jafnframt við að þér þyki langsótt að kæra forsetakosningarnar út af slíkum smávægilegheitum. Ef þú skilur þetta ekki þá get ég sagt á móti að ég skilji ekki hvers vegna við tyllum okkur ekki bara öll fyrir framan fulltrúa kjörstjórna á kjörstöðum í næstu kosningum, biðjum þá að haka við þann sem okkur þykir bestur og smella kjörseðlinum í kassann fyrir okkur - þeir eru hvort sem er bundnir trúnaði eins og þú nefnir réttilega. Höfum þetta bara svolítið flippað og hættum þessu veseni, hver þarf hvort sem er þessa kjörklefa? Ég hef á tilfinningunni að þér hugnist sá kostur ekki. Hví ætti hann því að hugnast mér? Á einkalífið að vera minna virði fyrir fatlað fólk en ófatlað fólk? Ég er hjartanlega sammála þér í því að við hér á landi höfum andskotast ósköp mikið yfir öllu mögulegu og ættum kannski að fara að gleðjast oftar, vera jákvæðari og hafa trú á okkur sjálfum og öðrum. Þú verður þó, kæri Sigurður, að gera greinarmun á því að andskotast yfir lélegri sjónvarpsdagskrá, of miklu roki og umferðaröngþveiti á leiðinni heim úr vinnunni eða því þegar ákveðinn hópur fólks er að berjast fyrir mannréttindum sínum. Við getum alveg sleppt því að horfa á sjónvarpið og lesið góða bók í staðin, keypt okkur vindjakka og ætt út í rokið og fundið okkur góða tónlist til að hlusta á á meðan við sitjum föst á leiðinlegum gatnamótum seinnipartinn á föstudegi. Börn eiga hins vegar ekki að þurfa að sleppa því að fara á leikskóla eða í sinn hverfisskóla af því þau eru skilgreind óþægileg af samfélaginu sem þau fæddust inn í. Fólk á ekki að þurfa að sleppa því að taka með sér hjólastólinn sinn (frekar en að skera af sér fæturnar) þegar það flyst tímabundið til útlanda. Fólk getur ekki sleppt því að sinna persónulegu hreinlæti eins og oft og það þarf því það getur ekki með eigin höndum nuddað sjampóinu í hárið á sér. Ekki heldur getur það verið þvingað til að sleppa því að taka þátt í og hafa áhrif á eigið samfélag gegn vilja sínum án þess að það flokkist sem lögbrot. Og ekki undir neinum einustu kringstæðum getur það talist sjálfsagt og eðlilegt að fólk sleppi því að kjósa svo það þurfi ekki að láta skikka sig inn í kjörklefa með einhverjum sem það vill ekki deila með upplýsingum um atkvæði sitt. Fatlað fólk á Íslandi hefur margt hvert þurft að berjast fyrir hverju einasta smáatriði í sínu lífi. Við höfum ekki þurft að berjast fyrir því af því að við erum svo afbrigðileg og sjúk eins og margir vilja meina og ræða undir yfirskriftinni ,,hræðileg örlög". Við höfum þurft að berjast fyrir öllum þessum smáatriðum vegna þess að við búum í svo afbrigðilegu og sjúku samfélagi sem bregst við okkur sem annars flokks þjóðfélagsþegnum sem eigum að vera þakklát fyrir að vera gefið smá pláss út á jaðrinum. Ef við samþykkjum ekki þetta hlutverk sem þröngvað er upp á okkur og streitumst á móti erum við stimpluð af þér og öðrum sem frekjur sem stöðugt eru ,,að leita sér að einhverju til að andskotast í". Frekja fyrir mér er að heimta eitthvað með öllum illum látum sem þú hefur litla raunverulega þörf fyrir eða er ekki skilgreindur réttur þinn í lögum. Að gera þá kröfu, með staðföstum en friðsælum mótmælum eða kæru forsetakosningar, að búa við þau mannréttindi að geta kosið leynilega í lýðræðislegum kosningum, er eitthvað allt annað en frekja. Ég vona að þú skiljir að fatlað fólk hefur flest meira og mikilvægara að gera en að andskotast í einhverju af engri ástæðu þegar það hefur fullt í fangi með að andskotast í lífsnauðsynlegum grundvallaratriðum alla daga til að fara í vinnuna, geta mætt í skólan eða farið í sturtu. Þér að segja er þessi andskotagangur vegna lágmarksréttinda sem kennd eru við mennsku svo slítandi og niðurlægjandi að það er stundum erfitt að anda. Þann dag sem ég og annað fatlað fólk þurfum að ,,leita að einhverju" til að andskotast í, af því við þurfum ekki lengur að andskotast í að berjast fyrir réttindum okkar viðstöðulaust, mun ég halda þriggja vikna hátíð með skrúðgöngu, flugeldasýningu og tónlistarveislu á Arnarhóli. Því þá höfum við náð þeim árangri að vera ekki lengur annars flokks þjóðfélagsþegnar. Fyrst þá höfum við náð þeim árangri að vera álitin fyrsta flokks þjóðfélagsþegnar sem vöknum á hverjum morgni með vald yfir eigin lífi og frelsi til að taka þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi - rétt eins og þú. Áhugavert verður að sjá með hvaða hætti hæstiréttur skilgreinir kröfur um að fylgt sé eftir skýrum lagatexta stjórnarskrárinnar um mannréttindi. Því hæstarétti var afar annt um réttinn til leynilegra kosninga árið 2010 þegar stjórnlagaþingskosningarnar voru ógildar. Ef þú hefur þó rétt fyrir þér og hæstiréttur, líkt og þú, álítur málflutning Ragnars Aðalsteinssonar fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands langsóttan og frekan þá virðist hafa orðið kúvending í afstöðu hæstaréttar til mikilvægi leynilegra kosninga fyrir borgarana í landinu. Það gæti líka verið opinberun á viðhorfi hæstaréttar til fatlaðra borgara, þ.e. að réttur þeirra til leynilegra kosninga sé opinberlega viðurkenndur sem minna virði en þeirra borgara sem sjá með augunum og geta notað hönd sína til að skrifa x á kjörseðilinn. Mér þykir leitt að nota blótsyrði svo oft í þessu bréfi. Mér þótti þó mikilvægt að nota það hugtak sem þú notar sjálfur til að lýsa mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Með vinsemd og virðingu, Freyja Haraldsdóttir, meint mannréttindafrekja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæri Sigurður Líndal Þann 8. nóvember 2010 skrifaði ég pistil á Pressuna undir yfirskriftinni Frekjan! Í fullri hreinskilni var pistillinn tileinkaður fólki sem virðist með orðum sínum og gjörðum hugsa eins og þú. Mér fannst fyrirsögnin afar viðeigandi þar sem ég upplifði, og geri enn í dag, að ef fatlað fólk ber virðingu fyrir sjálfu sér og gerir kröfur um að búa við grundvallar mannréttindi er það oft álitið ósanngjarnt, óþolinmótt, tilætlunarsamt, kröfuhart og síðast ekki síst frekt. Í DV þann 12. Júlí sl. var haft eftir þér varðandi kæru Öryrkjabandalags Íslands, vegna forsetakosningana, að þér þætti margt fólk, þ.á.m. fatlað fólk, alltaf vera að leita að einhverju ,,til að andskotast í". Það kom líka fram að þú ,,værir þreyttur á þessari mannréttindafrekju". Mig langar til að fræða þig aðeins um lífshlaup mitt í örfáum orðum áður en ég held áfram að fjalla um allan þennan meinta frekjugang tengdan kosningunum. Lífshlaup mitt hingað til hefur verið stórkostlegt í alla staði enda á ég yndislega fjölskyldu og vini, hef upplifað margt skemmtilegt og fróðlegt, verið laus við alvarleg veikindi, notið mín í skóla og unnið þroskandi og fjölbreytt störf. Þar að auki var ég svo heppin að fæðast með líkamlega skerðingu sem hefur gefið mér dýrmæt tækifæri til að kynnast fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst og upplifa lífið frá fleiri sjónarhornum en hefði ég fæðst ófötluð. Sá skuggi hefur þó hvílt yfir lífi mínu að ég hef þurft að andskotast í mörgu, eins og þú kýst að orða það, til að uppskera þetta dásamlega líf sem flestum er sjálfsagt og eðlilegt. Það sama má segja um flest annað fatlað fólk. Þegar ég var þriggja ára þurftu foreldrar mínir að andskotast í heilt ár til þess að ég ,,fengi" að ganga í leikskóla því starfsfólkið var svo hrætt við mig, fatlaða barnið. Svo varð ég fimm ára og þá þurftu þau að andskotast yfir því að ég ,,fengi" að ganga í minn heimaskóla því fagfólkinu þótti tilhugsunin um fatlaða barnið í sérskóla svo þægileg. Þegar ég flutti til Nýja Sjálands í tvö ár með fjölskyldu minni vegna atvinnu föður míns þurfti hann að andskotast þessi ósköp svo ég ,,fengi" að taka sérhannaða hjólastólinn minn með. Ísland átti hann og vildi ekki láta hann af hendi þó engin gæti notað hann nema ég. Þegar ég var 16 ára þurfti ég og foreldrar mínir að andskotast mikið til þess að ég ,,fengi" að fara í sturtu oftar en tvisvar í viku því það hentaði svo illa þjónustukerfinu að ég vildi vera hrein, það var svo tímafrekt. Þegar ég var 18 ára byrjuðum ég og fjölskylda mín að andskotast heilan helling í sjö ár til þess að ég gæti fengið aðstoð allan sólarhringinn sem ég stýrði sjálf og gæti þannig menntað mig, flutt að heiman, farið út á vinnumarkaðinn og borgað skatta - kerfinu þótti betri kostur að loka mig inn á stofnun og láta mig veslast upp þar. Þann 30. júní sl. þurfti ég, enn og aftur, að andskotast á kjörstað til þess að ,,fá" að kjósa leynilega með manneskju sem ég treysti af því að þingið og ríkisstjórnin gleymdu (aftur) að laga kosningalög sem niðurlægja fatlað fólk. Snillingarnir sem hönnuðu kosningalögin töldu heppilegra að hafa vit fyrir ,,fólki eins og mér" og láta ókunnugan (eða velkunnugan) embættismann fara með okkur inn í kjörklefan og aðstoða við að greiða atkvæði. Ég fékk mínu framgengt þann 30. júní sl. og kaus með minni eigin aðstoðarkonu en það sama mátti ekki segja um annað fatlað fólk sem þó andskotaðist margt hvert á kjörstað líkt og ég. Þeim hópi er nú misboðið enda búið að brjóta á grundvallar rétti þess sem þegnum í lýðræðisríki og hefur sumt þeirra ákveðið að kæra kosninguna. Þú segir í DV að þú skiljir ekki hver munurinn sé á að velja sér manneskju, hvort sem það er ráðin aðstoðarmanneskja eða ættingi, eða velja sér embættismann. Þú bætir jafnframt við að þér þyki langsótt að kæra forsetakosningarnar út af slíkum smávægilegheitum. Ef þú skilur þetta ekki þá get ég sagt á móti að ég skilji ekki hvers vegna við tyllum okkur ekki bara öll fyrir framan fulltrúa kjörstjórna á kjörstöðum í næstu kosningum, biðjum þá að haka við þann sem okkur þykir bestur og smella kjörseðlinum í kassann fyrir okkur - þeir eru hvort sem er bundnir trúnaði eins og þú nefnir réttilega. Höfum þetta bara svolítið flippað og hættum þessu veseni, hver þarf hvort sem er þessa kjörklefa? Ég hef á tilfinningunni að þér hugnist sá kostur ekki. Hví ætti hann því að hugnast mér? Á einkalífið að vera minna virði fyrir fatlað fólk en ófatlað fólk? Ég er hjartanlega sammála þér í því að við hér á landi höfum andskotast ósköp mikið yfir öllu mögulegu og ættum kannski að fara að gleðjast oftar, vera jákvæðari og hafa trú á okkur sjálfum og öðrum. Þú verður þó, kæri Sigurður, að gera greinarmun á því að andskotast yfir lélegri sjónvarpsdagskrá, of miklu roki og umferðaröngþveiti á leiðinni heim úr vinnunni eða því þegar ákveðinn hópur fólks er að berjast fyrir mannréttindum sínum. Við getum alveg sleppt því að horfa á sjónvarpið og lesið góða bók í staðin, keypt okkur vindjakka og ætt út í rokið og fundið okkur góða tónlist til að hlusta á á meðan við sitjum föst á leiðinlegum gatnamótum seinnipartinn á föstudegi. Börn eiga hins vegar ekki að þurfa að sleppa því að fara á leikskóla eða í sinn hverfisskóla af því þau eru skilgreind óþægileg af samfélaginu sem þau fæddust inn í. Fólk á ekki að þurfa að sleppa því að taka með sér hjólastólinn sinn (frekar en að skera af sér fæturnar) þegar það flyst tímabundið til útlanda. Fólk getur ekki sleppt því að sinna persónulegu hreinlæti eins og oft og það þarf því það getur ekki með eigin höndum nuddað sjampóinu í hárið á sér. Ekki heldur getur það verið þvingað til að sleppa því að taka þátt í og hafa áhrif á eigið samfélag gegn vilja sínum án þess að það flokkist sem lögbrot. Og ekki undir neinum einustu kringstæðum getur það talist sjálfsagt og eðlilegt að fólk sleppi því að kjósa svo það þurfi ekki að láta skikka sig inn í kjörklefa með einhverjum sem það vill ekki deila með upplýsingum um atkvæði sitt. Fatlað fólk á Íslandi hefur margt hvert þurft að berjast fyrir hverju einasta smáatriði í sínu lífi. Við höfum ekki þurft að berjast fyrir því af því að við erum svo afbrigðileg og sjúk eins og margir vilja meina og ræða undir yfirskriftinni ,,hræðileg örlög". Við höfum þurft að berjast fyrir öllum þessum smáatriðum vegna þess að við búum í svo afbrigðilegu og sjúku samfélagi sem bregst við okkur sem annars flokks þjóðfélagsþegnum sem eigum að vera þakklát fyrir að vera gefið smá pláss út á jaðrinum. Ef við samþykkjum ekki þetta hlutverk sem þröngvað er upp á okkur og streitumst á móti erum við stimpluð af þér og öðrum sem frekjur sem stöðugt eru ,,að leita sér að einhverju til að andskotast í". Frekja fyrir mér er að heimta eitthvað með öllum illum látum sem þú hefur litla raunverulega þörf fyrir eða er ekki skilgreindur réttur þinn í lögum. Að gera þá kröfu, með staðföstum en friðsælum mótmælum eða kæru forsetakosningar, að búa við þau mannréttindi að geta kosið leynilega í lýðræðislegum kosningum, er eitthvað allt annað en frekja. Ég vona að þú skiljir að fatlað fólk hefur flest meira og mikilvægara að gera en að andskotast í einhverju af engri ástæðu þegar það hefur fullt í fangi með að andskotast í lífsnauðsynlegum grundvallaratriðum alla daga til að fara í vinnuna, geta mætt í skólan eða farið í sturtu. Þér að segja er þessi andskotagangur vegna lágmarksréttinda sem kennd eru við mennsku svo slítandi og niðurlægjandi að það er stundum erfitt að anda. Þann dag sem ég og annað fatlað fólk þurfum að ,,leita að einhverju" til að andskotast í, af því við þurfum ekki lengur að andskotast í að berjast fyrir réttindum okkar viðstöðulaust, mun ég halda þriggja vikna hátíð með skrúðgöngu, flugeldasýningu og tónlistarveislu á Arnarhóli. Því þá höfum við náð þeim árangri að vera ekki lengur annars flokks þjóðfélagsþegnar. Fyrst þá höfum við náð þeim árangri að vera álitin fyrsta flokks þjóðfélagsþegnar sem vöknum á hverjum morgni með vald yfir eigin lífi og frelsi til að taka þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi - rétt eins og þú. Áhugavert verður að sjá með hvaða hætti hæstiréttur skilgreinir kröfur um að fylgt sé eftir skýrum lagatexta stjórnarskrárinnar um mannréttindi. Því hæstarétti var afar annt um réttinn til leynilegra kosninga árið 2010 þegar stjórnlagaþingskosningarnar voru ógildar. Ef þú hefur þó rétt fyrir þér og hæstiréttur, líkt og þú, álítur málflutning Ragnars Aðalsteinssonar fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands langsóttan og frekan þá virðist hafa orðið kúvending í afstöðu hæstaréttar til mikilvægi leynilegra kosninga fyrir borgarana í landinu. Það gæti líka verið opinberun á viðhorfi hæstaréttar til fatlaðra borgara, þ.e. að réttur þeirra til leynilegra kosninga sé opinberlega viðurkenndur sem minna virði en þeirra borgara sem sjá með augunum og geta notað hönd sína til að skrifa x á kjörseðilinn. Mér þykir leitt að nota blótsyrði svo oft í þessu bréfi. Mér þótti þó mikilvægt að nota það hugtak sem þú notar sjálfur til að lýsa mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Með vinsemd og virðingu, Freyja Haraldsdóttir, meint mannréttindafrekja
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun