NoregurFjöldamorðinginn Anders Behring Breivik eyddi alls um 390 þúsund norskum krónum, sem nemur rúmum 8,3 milljónum íslenskra króna, í skipulag og framkvæmd ódæðanna í fyrrasumar. Þetta kom fram við réttarhöldin í gær.
Um þriðjungur fór í smíði sprengjunnar sem sprakk í miðborg Óslóar, um 1,7 milljónir í tækjakaup, rúm milljón í vopn og skotfæri og um 120 þúsund í einkennisbúninginn sem hann útbjó.
Flest keypti Breivik með kreditkortum, en hann átti þrettán bankareikninga í sjö löndum sem allir voru tómir í fyrravor.- þj
Erlent