Körfubolti

Helgi Már með samningstilboð frá 08 Stockholm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Már í leik með KR.
Helgi Már í leik með KR.
Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, liggur undir feldi þessa dagana en samningur kappans við sænska félagið 08 Stockhom rann út á dögunum.

Helgi Már sagði í samtali við íþróttadeild í dag að hann hefði undir höndum samningstilboð frá sænska félaginu sem hefði áhuga á að halda honum innan sinna raða. Helgi segir sig og fjölskyldu sína þó eiga eftir að ákveða hvort þau vilji vera áfram í Svíþjóð eða ekki.

Helgi Már, sem orðaður hefur verið við endurkomu í KR undanfarnar vikur segir ekkert nýtt að frétta í tengslum við það. Hann hafi verið í sambandi við KR-ingana en ýmislegt sé um að hugsa ætti heimkoma að verða að veruleika, þar á meðal atvinnumöguleikar Helga Más og unnustu hans hér á landi.

Helgil Már er uppalinn KR-ingur og spilaði með félaginu þar til hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hann spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð og þar áður í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×