Samskiptaleysi olli því að finnska stúlkan flúði vinnuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júní 2012 10:18 Konan réði sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Mynd/Getty Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira