Samskiptaleysi olli því að finnska stúlkan flúði vinnuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júní 2012 10:18 Konan réði sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Mynd/Getty Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira