Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2012 19:30 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Woods var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en náði þó ekki að vera í hópi þeirra 74 kylfinga sem komust áfram á þriðja keppnisdaginn. „Þetta er pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en tilfinningin er alltaf jafn vond," sagði Tiger sem spilaði á 73 höggum á öðrum keppnisdegi. Honum gekk illa á Masters og virðist vera nokkuð frá sínu besta um þessar mundir. Þetta er í áttunda sinn á PGA-mótaröðinni sem Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist fjórum sinnum á þeim 231 móti sem hann tók þátt í áður en upp komst um framhjáhald hans síðla árs 2009. Eftir að hann byrjaði að keppa á ný hefur hann spilað í 36 PGA-mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fjórum þeirra. Nick Watney er með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann spilaði á 64 höggum í gær. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Woods var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en náði þó ekki að vera í hópi þeirra 74 kylfinga sem komust áfram á þriðja keppnisdaginn. „Þetta er pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en tilfinningin er alltaf jafn vond," sagði Tiger sem spilaði á 73 höggum á öðrum keppnisdegi. Honum gekk illa á Masters og virðist vera nokkuð frá sínu besta um þessar mundir. Þetta er í áttunda sinn á PGA-mótaröðinni sem Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist fjórum sinnum á þeim 231 móti sem hann tók þátt í áður en upp komst um framhjáhald hans síðla árs 2009. Eftir að hann byrjaði að keppa á ný hefur hann spilað í 36 PGA-mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fjórum þeirra. Nick Watney er með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann spilaði á 64 höggum í gær.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira