Körfubolti

Sundsvall vann Íslendingaslaginn í Svíþjóð

Jakob og Hlynur.
Jakob og Hlynur. mynd/valli
Sundsvall Dragons hafði betur í Íslendingaslagnum gegn 08 Stockholm HR í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur voru 89-67 í leik þar sem Drekarnir höfðu öll völd á vellinum frá upphafi.

Hlynur Bæringsson átti stórleik og skoraði 19 stig fyrir Dragons, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Íþróttamaður Sundsvall árið 2011, Jakob Örn Sigurðarson, skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með Dragons vegna meiðsla.

Helgi Már Magnússon átti flottan leik fyrir Stockholm og skoraði 14 stig og tók 7 fráköst.

Sundsvall er í þriða sæti deildarinnar en Stockholm því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×