Stuðningsgrein: Jóna og séra Jón Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 27. júní 2012 21:00 Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar