Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina 28. ágúst 2012 09:00 ánægður Prisma Media hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók Óttars M. Norðfjörð, Sólkross.mynd/Elo Vázques „Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar og fyrirhugar að gefa hana út í marslok á næsta ári, á sama tíma og bókmenntahátíðin í París stendur yfir. Sólkross, sem kom út á Íslandi árið 2008, er sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga og er hún fyrsta bók Óttars sem kemur út í Frakklandi. „Ég er þess vegna mjög glaður og spenntur yfir að eignast loksins franska lesendur. Hún kemur út í tengslum við stærstu bókmenntahátíð Frakklands svo það væri draumur að komast þangað." Prisma er næststærsta útgáfufyrirtæki Frakklands á sviði tímarita en annast einnig bókaútgáfu. Í fyrra seldi það 220 milljónir eintaka af tímaritum sínum í Frakklandi. Prisma er í eigu alþjóðlega fjölmiðlaveldisins Bertelsmann. Fyrirtækið ætlar að fara af stað með glæpasagnaseríuna Prisma Noir þar sem kynntar verða fyrir lesendum bækur sem gerast á fjarlægum slóðum og var Sólkross valin til kynningar á Íslandi. Prisma Media hyggst jafnframt búa til sjónvarpsauglýsingu byggða á bókinni þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Sólkross hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Bókin hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki en hér heima hefur hún selst í nokkur þúsund eintökum. Í haust er væntanleg ný bók eftir Óttar, draugasagan Spor skugganna, hjá Sögum útgáfu. „Spor skugganna dansar á mörkum spennusögu og draugasögu," segir Óttar, spurður út í bókina. „Hún fjallar um unga konu sem hefur misst son sinn en hún neitar að trúa því að hann sé látinn. Þegar hún fer að leita drengsins taka undarlegir hlutir að koma fyrir hana." freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar og fyrirhugar að gefa hana út í marslok á næsta ári, á sama tíma og bókmenntahátíðin í París stendur yfir. Sólkross, sem kom út á Íslandi árið 2008, er sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga og er hún fyrsta bók Óttars sem kemur út í Frakklandi. „Ég er þess vegna mjög glaður og spenntur yfir að eignast loksins franska lesendur. Hún kemur út í tengslum við stærstu bókmenntahátíð Frakklands svo það væri draumur að komast þangað." Prisma er næststærsta útgáfufyrirtæki Frakklands á sviði tímarita en annast einnig bókaútgáfu. Í fyrra seldi það 220 milljónir eintaka af tímaritum sínum í Frakklandi. Prisma er í eigu alþjóðlega fjölmiðlaveldisins Bertelsmann. Fyrirtækið ætlar að fara af stað með glæpasagnaseríuna Prisma Noir þar sem kynntar verða fyrir lesendum bækur sem gerast á fjarlægum slóðum og var Sólkross valin til kynningar á Íslandi. Prisma Media hyggst jafnframt búa til sjónvarpsauglýsingu byggða á bókinni þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Sólkross hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Bókin hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki en hér heima hefur hún selst í nokkur þúsund eintökum. Í haust er væntanleg ný bók eftir Óttar, draugasagan Spor skugganna, hjá Sögum útgáfu. „Spor skugganna dansar á mörkum spennusögu og draugasögu," segir Óttar, spurður út í bókina. „Hún fjallar um unga konu sem hefur misst son sinn en hún neitar að trúa því að hann sé látinn. Þegar hún fer að leita drengsins taka undarlegir hlutir að koma fyrir hana." freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira