Fótbolti

Íslendingaslagur í Noregi

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Það var Íslendingaslagur þegar Sandnes Ulf tók á móti Start í botnbaráttuslag dagsins í norsku úrvalsdeildinni.

Heimamenn í Sandnes fóru með 3-1 sigur af hólmi en Steinþór Freyr Þorsteinsson spilaði allan leikinn fyrir heimamenn. Matthías Vilhjálmsson var einnig í byrjunarliði Start en var tekinn af velli á 78. mínútu.

Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson spiluðu allan tímann með liði sínu Sarpsborg þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Odd Grenland. Ásgeir Börkur Ásgeirsson sat allan tímann á varamannabekk Sarpsborg.

Pálmi Rafn Pálmason og félagar í Lilleström lutu í lægra haldi fyrir Rosenborg en norska stórliðið vann 1-0 sigur. Pálmi Rafn spilaði allan leikinn fyrir Lilleström.

Strömsgodset er í efsta sæti norsku deildarinnar eftir fimmtán umferðir en Rosenborg fylgir fast á hæla þeirra. Íslendingaliðin Sandnes Ulf og Start verma botnsætin tvö með þrettán og fjórtan stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×