Erlent

Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Watkins gerði garðinn frægan með þungarokkssveitinni Lostprophets.
Watkins gerði garðinn frægan með þungarokkssveitinni Lostprophets. mynd/getty

Mál velska söngvarans Ian Watkins var tekið fyrir hjá dómara í Cardiff í dag. Hann er ákærður fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn börnum og alls eru ákæruliðirnir 24.

Hann neitar sök, en var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir, heldur fylgdist hann með í gegn um vefmyndavél.

Meðal þess sem hann er ákærður fyrir er nauðgun á tæplega ársgömlu barni og tilraun til nauðgunar á öðru. Þá er hann einnig ákærður fyrir að búa til og hafa í fórum sínum barnaníðefni, sem og myndir sem sýna kynferðisbrot gegn dýri.

Watkins, sem gerði garðinn frægan með þungarokkssveitinni Lostprophets, var handtekinn í desember ásamt tveimur konum sem hafa enn ekki verið nafngreindar. Þær eru einnig ákærðar vegna málanna, sem eru sögð ná aftur til ársins 2007, og hefjast réttarhöldin yfir þremenningunum síðar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×