Tiger þarf að laga "allt" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2013 07:34 Í þetta skiptið bjargaði Tiger sé vel úr erfiðri stöðu eftir misheppnað upphafshögg. Nordicphotos/Getty Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt." Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt."
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira