Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð 20. febrúar 2013 14:29 Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira