Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð 20. febrúar 2013 14:29 Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Þetta kemur fram í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn og er undir liðnum „Kvenfrelsi og fiskveiðar". Meðal þeirra sem standa að tillögunni er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að fela Velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Sá hópur er enn að störfum. Aftur á móti skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra Í janúar 2009 sérfræðinga-starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áliti þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Umræðan um staðgöngumæðrun fór af stað í samfélaginu þegar foreldrar Jóels Færseth Einarssonar börðust fyrir því að fá ríkisborgararétt handa syni sínum í desember árið 2010. Þau höfðu fengið staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barnið. Í kjölfarið blöstu margar lagaflækjur við fjölskyldunni, sem voru þó leystar farsællega að lokum. Því var ákveðið að láta kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi. Í ályktun kvennanna innan VG segir um málið: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og 32 eigum ekki að samþykkja." Konurnar sem skrifa undir ályktunina eru eftirfarandi: Auður Alfífa Ketilsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir. Hægt er að nálgast ályktarnir sem lagðar verða fram á landsfundi VG næstu helgi sem fram fer á Hótel Hilton Nordica hér.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira