Rúrik Gíslason skoraði fyrsta mark FC Kaupmannahafnar í 2-2 jafntefli gegn Nordsjælland í 4. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.
FCK hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni þegar kom að útileiknum erfiða í dag. Gestirnir úr höfuðborginni komust tvívegis yfir en meistararnir frá árinu 2012 jöfnuðu jafnharðan.
FCK er í botnsæti deildarinnar með eitt stig.
Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn með Start sem vann 3-1 útisigur á Vålerenga. Sigurinn var dýrmætur enda nýliðarnir í bullandi fallbaráttu. Matthías Vilhjálmsson tók út leikbann í dag.
Þá voru Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson í byrjunarliði Hönefoss sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Haugesund. Arnór Sveinn var áminntur í leiknum og tekinn af velli undir lokin. Hönefoss er í bullandi botnbaráttu.
Rúrik skoraði og fyrsta stigið til FCK
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti
