Fótbolti

Rúrik skoraði og fyrsta stigið til FCK

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik Gíslason skoraði fyrsta mark FC Kaupmannahafnar í 2-2 jafntefli gegn Nordsjælland í 4. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

FCK hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni þegar kom að útileiknum erfiða í dag. Gestirnir úr höfuðborginni komust tvívegis yfir en meistararnir frá árinu 2012 jöfnuðu jafnharðan.

FCK er í botnsæti deildarinnar með eitt stig.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn með Start sem vann 3-1 útisigur á Vålerenga. Sigurinn var dýrmætur enda nýliðarnir í bullandi fallbaráttu. Matthías Vilhjálmsson tók út leikbann í dag.

Þá voru Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson í byrjunarliði Hönefoss sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Haugesund. Arnór Sveinn var áminntur í leiknum og tekinn af velli undir lokin. Hönefoss er í bullandi botnbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×