Líður vel á Indlandi Ásgerður Ottesen skrifar 3. ágúst 2013 11:00 Heba Björg Hallgrímsdóttir vinnur og starfar innan tískuiðnaðarins á Indlandi. „Eins og er, er ég að framleiða fyrir nokkra aðila á Íslandi, til að mynda fatamerkið Helicopter og E-label ásamt nokkrum aðilum í London. Þetta hefur svona hægt og rólega verið að vinda upp á sig og alltaf fleiri að hafa samband það er ekki hlaupið að því að finna góða framleiðendur,“ segir Heba Björg Hallgrímsdóttir sem flutti til Indlands í byrjun árs. „Ég var svo heppin að kynnast strák í borginni Pondycherry hér Indlandi, sem hafði verið að vinna við framleiðslu í Delhi síðastliðin tuttugu ár. Ég flutti með allt mitt hafurtask til Delhi og hef verið heppin að fá frábær viðskiptatengsl þar. Nú starfa ég við að finna verkmiðjur og efni fyrir íslenska fatahönnuði og sé einnig um að fylgja framleiðsluferlinu eftir.“ Hebu líður mjög vel á Indlandi en segir að það sé ekki alltaf auðvelt að vera kona þar. „Maður er náttúrulega vanur því að geta farið ferða sinna hvar og hvenær sem er án þess að vera í fylgd karlmans, sem er ekki alltaf í boði þar sem ég bý,“ segir Heba, sem er þó ekki á heimleið strax. „Ég stefni á að vera hér fram að jólum,“ segir hún að lokum. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Eins og er, er ég að framleiða fyrir nokkra aðila á Íslandi, til að mynda fatamerkið Helicopter og E-label ásamt nokkrum aðilum í London. Þetta hefur svona hægt og rólega verið að vinda upp á sig og alltaf fleiri að hafa samband það er ekki hlaupið að því að finna góða framleiðendur,“ segir Heba Björg Hallgrímsdóttir sem flutti til Indlands í byrjun árs. „Ég var svo heppin að kynnast strák í borginni Pondycherry hér Indlandi, sem hafði verið að vinna við framleiðslu í Delhi síðastliðin tuttugu ár. Ég flutti með allt mitt hafurtask til Delhi og hef verið heppin að fá frábær viðskiptatengsl þar. Nú starfa ég við að finna verkmiðjur og efni fyrir íslenska fatahönnuði og sé einnig um að fylgja framleiðsluferlinu eftir.“ Hebu líður mjög vel á Indlandi en segir að það sé ekki alltaf auðvelt að vera kona þar. „Maður er náttúrulega vanur því að geta farið ferða sinna hvar og hvenær sem er án þess að vera í fylgd karlmans, sem er ekki alltaf í boði þar sem ég bý,“ segir Heba, sem er þó ekki á heimleið strax. „Ég stefni á að vera hér fram að jólum,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira