Tíska og hönnun

Carla Bruni aftur í fyrirsætustörfin

Fyrrverandi forsetafrúin, söngkonan og fyrirsætan Carla Bruni mun snúa aftur til fyrirsætustarfa á næstu mánuðum. Hún skrifaði undir samning við skartgriparisann Bulgari á dögunum og verður andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins.

Carla, sem hefur meðal annars prýtt forsíðu Vogue, sást mynduð af stjörnuljósmyndaranum Terry Richardsson í París í síðustu viku og talið er að um myndatöku fyrir Bulgari hafi verið að ræða. Hún var áberandi á tískupöllunum á tíunda áratugnum, en þá gekk hún fyrir tískuhús á borð við Chanel, Christian Dior og Yves Saint Laurent. Árið 1997 yfirgaf hún fyrirsætuheiminn til að byrja tónlistarferil sinn en tók sér svo frí frá sviðsljósinu þegar hún giftist Nicolas Sarkozy, þáverandi forseta Frakklands, árið 2008. Bruni stefnir á að senda frá sér nýja plötu í næsta mánuði sem mun bera nafnið „Little French Songs".

Með eiginmanninum, Nicolas Sarkozy.
Carla Bruni yfirgaf fyrirsætuheiminn til að hefja tónlistarferil árið 1998.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×