Innlent

Íþróttafréttamaðurinn Edda Sif bregst við Skaupinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður.
Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður.
„Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðalnúmerið á árinu!," sagði íþróttafréttamaðurinn Edda Sif Pálsdóttir á Twittersíðu sinni eftir að Áramótaskaupið var sýnt í gærkvöldi. Það er óhætt að fullyrða að engum hafi brugðið fyrir oftar í Áramótaskaupinu að þessu sinni en Eddu Sif og föður hennar Páli Magnússyni útvarpsstjóra.

Í Áramótaskaupinu brá henni fyrir sem íþróttafréttamanni, innlendum fréttamanni og veðurfréttamanni svo dæmi séu nefnd. Allt í trausti útvarpsstjórans. Það var Anna Svava Knútsdóttir sem túlkaði Eddu Sif í Skaupinu.




Tengdar fréttir

Edda Sif segir að Skaupið hefði mátt vera fyndnara

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×