Popp og bók: "Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira