Erlent

Fæðingum fer sífellt fækkandi

Þorgils Jónsson skrifar
Danir fjölga sér ekki nógu mikið til að viðhalda fólksfjölda.
Danir fjölga sér ekki nógu mikið til að viðhalda fólksfjölda.
Frjósemi Dana fer sífellt minnkandi og er nú svo komið að fæðingar duga ekki til þess að viðhalda fólksfjölda í landinu.

Í frétt í Politiken segir að tæplega 58 þúsund börn hafi fæðst í Danmörku í fyrra, sem er það minnsta í áraraðir. Í samanburði fæddust 65.000 börn árið 2008.

Fæðingatíðni er nú komin niður í 1,7 börn á fjölskyldu og fimmti hver Dani er barnlaus.

Skýringarnar gætu legið í því að sæðisgæði danskra karlmanna hafa farið dalandi síðustu ár auk þess sem konur eignast börn mun síðar á lífsleiðinni en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×