Tíska og hönnun

Kvenleg útkoma Andersen og Lauth - sjáðu myndirnar

Ellý Ármanns skrifar
MYNDIR/Kría Freysdóttir
Sýning Andersen og Lauth opnaði Reykjavík Fashion Festival í gær. Þetta er fyrsta línan sem Una Hlín Kristjánsdóttir hannar fyrir merkið en hún tók við sem yfirhönnuður þar á bæ fyrir skömmu. Áhrif Unu voru mjög greinileg og línan var mun töffaralegri en fyrr. Una blandaði rómantískum pallíettum, sem hafa verið einkennandi fyrir Andersen & Lauth, saman við leður, loð og ull. Útkoman var kvenleg en á sama tíma töffaraleg lína sem var full af glamúr.

Hér má skoða myndirnar sem teknar voru á Andersen & Lauth sýningunni.

Upphaf Andersen & Lauth á rætur að rekja til fyrstu íslensku klæðskeraverslunarinnar sem stofnuð var árið 1934 í Reykjavík.

Una Kristjánsdóttir hönnuður Royal Extreme hefur tekið við sem yfirhönnuður Andersen & Lauth.

MYNDIR/Kría Freysdóttir
MYNDIR/Kría Freysdóttir
MYNDIR/Kría Freysdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.