Flugdólgurinn öskraði á lögregluna "Það er snákur á fætinum mínum“ 5. janúar 2013 19:23 Bandaríska blaðið New York Post fjallar um íslenska flugdólginn um borð í vél Icelandair á fimmtudag. Á vefsíðu blaðsins, sem nafngreinir manninn, segir að auk þess að hafa drukkið heila Tópas-flösku hafi hann verið búinn að fela litlar flöskur af sterku áfengi, meðal annars Grand Marnier, Viskí og Snapps, í sætishólfinu fyrir framan sig. Blaðið rekur alla söguna og talar meðal annars við vitni að atvikinu. Þar segir einn farþeginn að maðurinn hafi drukkið stíft í þrjá klukkutíma. Þegar maðurinn fór að ókyrrast, eftir að um tveir tímar voru til lendingar, báðu tvær konur sem sátu við hlið hans, tvo menn frá Gvatemala að skipta um sæti við sig - því þeim leið ekki vel í þessu aðstæðum. Þeir samþykktu það en þá sýndi maðurinn ofbeldistilburði. „Hann reyndi að grípa og kyrkja mennina," segir einn farþeginn. „Hann reyndi áður að kyrkja konu sem sat nálægt honum og öskraði að vélin væri að hrapa." Haft er eftir lögreglumanni að hann hafi hegðað sér eins og sumir ölvaðir menn gera, til dæmis að setja upp tvo hnefa fyrir framan andlitið á sér, eins og hann sé að biðja um slagsmál. Það voru mennirnir frá Gvatemala sem sáu að mestu um að tjóðra manninn við sæti sitt og sat hann þannig í tvo klukkutíma. Þegar vélin lenti gengu allir farþegarnir framhjá honum, þar sem hann sat fastur við sæti sitt, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hann var svo handtekinn og á síðunni segir þegar hann var leiddur út í járnum hafi hann öskrað: „Það er snákur á fætinum mínum" þegar hann gekk um flugstöðina. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann fékk meðferð vegna áfengiseitrunar. Hann var á einn á ferð, en hann býr í Trinidad og Tobagó og var á leiðinni að hitta unnustu sína. Hann verður ekki ákærður vegna athæfisins. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Bandaríska blaðið New York Post fjallar um íslenska flugdólginn um borð í vél Icelandair á fimmtudag. Á vefsíðu blaðsins, sem nafngreinir manninn, segir að auk þess að hafa drukkið heila Tópas-flösku hafi hann verið búinn að fela litlar flöskur af sterku áfengi, meðal annars Grand Marnier, Viskí og Snapps, í sætishólfinu fyrir framan sig. Blaðið rekur alla söguna og talar meðal annars við vitni að atvikinu. Þar segir einn farþeginn að maðurinn hafi drukkið stíft í þrjá klukkutíma. Þegar maðurinn fór að ókyrrast, eftir að um tveir tímar voru til lendingar, báðu tvær konur sem sátu við hlið hans, tvo menn frá Gvatemala að skipta um sæti við sig - því þeim leið ekki vel í þessu aðstæðum. Þeir samþykktu það en þá sýndi maðurinn ofbeldistilburði. „Hann reyndi að grípa og kyrkja mennina," segir einn farþeginn. „Hann reyndi áður að kyrkja konu sem sat nálægt honum og öskraði að vélin væri að hrapa." Haft er eftir lögreglumanni að hann hafi hegðað sér eins og sumir ölvaðir menn gera, til dæmis að setja upp tvo hnefa fyrir framan andlitið á sér, eins og hann sé að biðja um slagsmál. Það voru mennirnir frá Gvatemala sem sáu að mestu um að tjóðra manninn við sæti sitt og sat hann þannig í tvo klukkutíma. Þegar vélin lenti gengu allir farþegarnir framhjá honum, þar sem hann sat fastur við sæti sitt, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hann var svo handtekinn og á síðunni segir þegar hann var leiddur út í járnum hafi hann öskrað: „Það er snákur á fætinum mínum" þegar hann gekk um flugstöðina. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann fékk meðferð vegna áfengiseitrunar. Hann var á einn á ferð, en hann býr í Trinidad og Tobagó og var á leiðinni að hitta unnustu sína. Hann verður ekki ákærður vegna athæfisins.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira