Fótbolti

Roma enn með fullt hús stiga | Emil byrjaði gegn Juventus

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND / GETTY IMAGES
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona sem tapaði 2-1 á útvelli fyrir Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Á sama tíma vann Roma nágranaslaginn við Lazio 1-0 og er enn með fullt hús stiga.

Emil lék í 77 mínútur fyrir Hellas Verona sem komst yfir á 36. mínútu með marki Fabrizio Cacciatore. Carlos Tevez jafnaði metin fjórum mínútum síðar og Llorente kom Juventus yfir á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og reyndist það sigurmarkið.

Roma hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur sigrað alla fjóra leiki sína eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Lazio. Federico Balzaretti skoraði eina markið á 63. mínútu eftir sendingu Francesco Totti.

Úrslit dagsins á Ítalíu:

Sassuolo – Internazionale 0-7

Atalanta – Fiorentina 0-2

Bologna – Torino 1-2

Catania – Parma 0-0

Juventus – Hellas Verona 2-1

Roma – Lazio 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×