Vettel heimsmeistari fjórða árið í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 11:09 Vettel er langbestur í Formúla 1 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Sebastian Vettel á Red Bull vann Indlandskappaksturinn nú í morgun og tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 kappakstrinum fjórða árið í röð. Aðeins liðsfélagi Vettel á Red Bull, Mark Webber, veitti Vettel einhverja keppni í kappakstrinum í morgun en gírkassinn bilaði hjá Webber þegar 16 hringir voru eftir og féll hann því úr leik og þar með gat ekkert ógnað sigri Þjóðverjans. Fernando Alonso átti einn möguleika á að ná Vettel að stigum fyrir kappaksturinn í Indlandi en Alonso hefði þurft að ná öðru af tveimur efstu sætunum til að eiga möguleika. Það varð ljóst strax í upphafi að það yrði erfitt því framvængur Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins og endaði Alonso í 11. sæti að lokum. Nico Rosberg á Mercedes hafnaði í öðru sæti og Romain Grosjean á Lotus í þriðja sæti. Vettel er aðeins 26 ára gamall og er fyrsti ökumaðurinn til að vinna sína fyrstu fjóra titla á jafn mörgum árum. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull vann Indlandskappaksturinn nú í morgun og tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 kappakstrinum fjórða árið í röð. Aðeins liðsfélagi Vettel á Red Bull, Mark Webber, veitti Vettel einhverja keppni í kappakstrinum í morgun en gírkassinn bilaði hjá Webber þegar 16 hringir voru eftir og féll hann því úr leik og þar með gat ekkert ógnað sigri Þjóðverjans. Fernando Alonso átti einn möguleika á að ná Vettel að stigum fyrir kappaksturinn í Indlandi en Alonso hefði þurft að ná öðru af tveimur efstu sætunum til að eiga möguleika. Það varð ljóst strax í upphafi að það yrði erfitt því framvængur Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins og endaði Alonso í 11. sæti að lokum. Nico Rosberg á Mercedes hafnaði í öðru sæti og Romain Grosjean á Lotus í þriðja sæti. Vettel er aðeins 26 ára gamall og er fyrsti ökumaðurinn til að vinna sína fyrstu fjóra titla á jafn mörgum árum.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira