Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál Elimar Hauksson skrifar 17. september 2013 07:00 Börnum með erlend móðurmál fjölgar umtalsvert í grunnskólum landsins á næstu árum en fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast frá aldamótum. Fréttablaðið/Vilhelm Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira