Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál Elimar Hauksson skrifar 17. september 2013 07:00 Börnum með erlend móðurmál fjölgar umtalsvert í grunnskólum landsins á næstu árum en fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast frá aldamótum. Fréttablaðið/Vilhelm Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira