Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. júní 2013 11:41 Í Bremerhaven. Bremenports taka með Íslendingum þátt í að kanna tækifæri vegna bráðnunar heimskautaíssins. Nordicphotos/AFP Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. „Í nýju aðalskipulagi Langanesbyggðar er gert ráð fyrir umtalsverðum umsvifum vegna umskipunar- og þjónustuhafar í Finnafirði,“ segir í tilkynningu frá Siggeiri Stefánssyni oddvita Langanesbyggðar og Þorsteini Steinssyni sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Bremenports er meðal stærstu rekstrar-og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu og er höfnin í Bremerhafen næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Fram kemur í tilkynningunni að Bremenports hafi umsjón með og annist fjármögnun á rannsóknarvinnu sem framundan sé vegna verkefnisins, en EFLA verkfræðistofa verði samningsaðilum til ráðgjafar. Í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til Bremen í dag og kynnir verkefnið. Í hátíðarræðu í Berlín á þriðjudag sagði Ólafur Ragnar að íslenskar hafnir gætu orðið „traustur hlekkur í nýrri keðju vöruflutninga í norðri sem mun tengja Evrópu við Asíu á nýjan hátt“. Tekið er fram í tilkynningunni að nýja höfnin í Finnafirði sé á svæði sem liggi sunnan Gunnólfsvíkurfjalls og er rétt sunnan við Þórshöfn. „Landfræðilegar aðstæður eru taldar góðar í Finnafirði, bæði í landi og á sjó. Fyrirhugað hafnarsvæði bíður upp á nokkur hundruð hektara burðarhæfs flatlendis og möguleikum á byggingu viðlegukanta með allt að 24 m dýpi. Öldufar og veðurfar er samkvæmt fyrstu athugunum talið hagstætt.“Bremenports er að fullu sagt í eigu sambandslandsins Bremen í Þýskalandi og horfir til þess möguleika að eiga samstarf við sveitarfélögin á svæðinu um fyrirhugaða Finnafjarðarhöfn.„Fyrirtækið hefur kynnt sér mögulega valkosti víða í tengslum við umskipunarhöfn á Norður Atlantshafi og telur allt benda til þess að aðstæður í Finnafirði séu ákjósanlegar.“ Fram kemur í tilkynningu sveitarstjórnarmannanna að um gríðarlega stórt fjárfestingarverkefni sé að ræða sem krefjist fjölbreytilegrar rannsóknarvinnu, sem verði unnin af íslenskum og erlendum sérfræðingum á næstu árum. „Forsætisráðuneytið ásamt fagráðuneytum sem um málið fjalla eru upplýst um áformin og verða næstu skref í verkefninu fljótlega kynnt nýjum ráðherrum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. „Í nýju aðalskipulagi Langanesbyggðar er gert ráð fyrir umtalsverðum umsvifum vegna umskipunar- og þjónustuhafar í Finnafirði,“ segir í tilkynningu frá Siggeiri Stefánssyni oddvita Langanesbyggðar og Þorsteini Steinssyni sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Bremenports er meðal stærstu rekstrar-og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu og er höfnin í Bremerhafen næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Fram kemur í tilkynningunni að Bremenports hafi umsjón með og annist fjármögnun á rannsóknarvinnu sem framundan sé vegna verkefnisins, en EFLA verkfræðistofa verði samningsaðilum til ráðgjafar. Í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til Bremen í dag og kynnir verkefnið. Í hátíðarræðu í Berlín á þriðjudag sagði Ólafur Ragnar að íslenskar hafnir gætu orðið „traustur hlekkur í nýrri keðju vöruflutninga í norðri sem mun tengja Evrópu við Asíu á nýjan hátt“. Tekið er fram í tilkynningunni að nýja höfnin í Finnafirði sé á svæði sem liggi sunnan Gunnólfsvíkurfjalls og er rétt sunnan við Þórshöfn. „Landfræðilegar aðstæður eru taldar góðar í Finnafirði, bæði í landi og á sjó. Fyrirhugað hafnarsvæði bíður upp á nokkur hundruð hektara burðarhæfs flatlendis og möguleikum á byggingu viðlegukanta með allt að 24 m dýpi. Öldufar og veðurfar er samkvæmt fyrstu athugunum talið hagstætt.“Bremenports er að fullu sagt í eigu sambandslandsins Bremen í Þýskalandi og horfir til þess möguleika að eiga samstarf við sveitarfélögin á svæðinu um fyrirhugaða Finnafjarðarhöfn.„Fyrirtækið hefur kynnt sér mögulega valkosti víða í tengslum við umskipunarhöfn á Norður Atlantshafi og telur allt benda til þess að aðstæður í Finnafirði séu ákjósanlegar.“ Fram kemur í tilkynningu sveitarstjórnarmannanna að um gríðarlega stórt fjárfestingarverkefni sé að ræða sem krefjist fjölbreytilegrar rannsóknarvinnu, sem verði unnin af íslenskum og erlendum sérfræðingum á næstu árum. „Forsætisráðuneytið ásamt fagráðuneytum sem um málið fjalla eru upplýst um áformin og verða næstu skref í verkefninu fljótlega kynnt nýjum ráðherrum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira