Íslenski boltinn

Ólafur: Skora á menn að ferðast til Kasakstan

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við gerðum bara ekki nóg til að vinna þennan leik í dag,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið hafði tapað gegn Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins, 2-1, en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í dag.

„Ég veit ekki hvort það hafi verið þreyta í mannskapnum hjá mér en ég skora á alla að ferðast til Kasakstan og til baka til Íslands á þremur dögum, það er ekki fyrir alla.“

„Framarar vissu greinilega hvað við vorum búnir að vera gera undanfarna leiki og höfðu undirbúið sig vel.“

„Fram verðskuldaði forystuna í hálfleik en við ákváðum að leggja allt í sölurnar í þeim síðari en það bara dugði ekki til.“

Hægt er sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×