Suarez biðst afsökunar á bitinu Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. apríl 2013 20:12 Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag. Þeir áttust við í vítateig Chelsea og hafa myndbandsupptökur sýnt fram á að Suarez bítur greinilega í handlegginn á Ivanovic. „Ég er leiður yfir því sem gerðist, bið Ivanovic afsökunar og fótboltaheiminn allan á þessari ófyrirgefanlegu hegðun. Ég biðst afsökunar!!,“ skrifar Suarez á Twitter í kvöld. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið og má búast við að enska knattspyrnusambandið rannsaki atvikið. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vildi ekkert tjá sig um atvikið fyrr en hann væri búinn að sjá upptökur af atvikinu. Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suarez er gripinn við að bíta en hann var dæmdur í langt leikbann í hollesku deildinni fyrir að bíta mótherja. Fari svo að Suarez verði fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt leikbann. Suarez baðst einnig afsökunar á athæfi sínu á heimasíðu Liverpool. „Mér líður mjög illa vegna óafsakanlegrar hegðunar minnar í leiknum fyrr í dag gegn Chelsea," segir Suarez á heimasíðu Liverpool. „Ég hef beðist afsökunar og hef reynt að ná sambandi við Branislav Ivanovic til að ræða við hann sjálfur. Ég bið jafnframt knattspyrnustjóra minn, liðsfélaga og alla hjá Liverpool afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim." Enski boltinn Tengdar fréttir Goðsagnir Liverpool fordæma hegðun Suarez Jamie Redknapp og Graeme Souness hafa gagnrýnt Luis Suarez harðlega fyrir hegðun Úrúgvæjans á knattspyrnuvellinum. 21. apríl 2013 17:40 Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Óafsakanleg hegðun hjá Suarez Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. apríl 2013 19:59 Myndband: Suarez beit frá sér Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina. 21. apríl 2013 17:25 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag. Þeir áttust við í vítateig Chelsea og hafa myndbandsupptökur sýnt fram á að Suarez bítur greinilega í handlegginn á Ivanovic. „Ég er leiður yfir því sem gerðist, bið Ivanovic afsökunar og fótboltaheiminn allan á þessari ófyrirgefanlegu hegðun. Ég biðst afsökunar!!,“ skrifar Suarez á Twitter í kvöld. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið og má búast við að enska knattspyrnusambandið rannsaki atvikið. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vildi ekkert tjá sig um atvikið fyrr en hann væri búinn að sjá upptökur af atvikinu. Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suarez er gripinn við að bíta en hann var dæmdur í langt leikbann í hollesku deildinni fyrir að bíta mótherja. Fari svo að Suarez verði fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt leikbann. Suarez baðst einnig afsökunar á athæfi sínu á heimasíðu Liverpool. „Mér líður mjög illa vegna óafsakanlegrar hegðunar minnar í leiknum fyrr í dag gegn Chelsea," segir Suarez á heimasíðu Liverpool. „Ég hef beðist afsökunar og hef reynt að ná sambandi við Branislav Ivanovic til að ræða við hann sjálfur. Ég bið jafnframt knattspyrnustjóra minn, liðsfélaga og alla hjá Liverpool afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim."
Enski boltinn Tengdar fréttir Goðsagnir Liverpool fordæma hegðun Suarez Jamie Redknapp og Graeme Souness hafa gagnrýnt Luis Suarez harðlega fyrir hegðun Úrúgvæjans á knattspyrnuvellinum. 21. apríl 2013 17:40 Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Óafsakanleg hegðun hjá Suarez Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. apríl 2013 19:59 Myndband: Suarez beit frá sér Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina. 21. apríl 2013 17:25 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Goðsagnir Liverpool fordæma hegðun Suarez Jamie Redknapp og Graeme Souness hafa gagnrýnt Luis Suarez harðlega fyrir hegðun Úrúgvæjans á knattspyrnuvellinum. 21. apríl 2013 17:40
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01
Óafsakanleg hegðun hjá Suarez Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. apríl 2013 19:59
Myndband: Suarez beit frá sér Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina. 21. apríl 2013 17:25