Hallgrímur Jónasson var í liði SönderjyskE sem lagði OB Odense 4-1 að velli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Gestirnir frá Óðinsvéum komust yfir snemma leiks en heimamenn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Þrjú mörk heimamanna í síðari hálfleik tryggðu SönderjyskE góðan sigur.
Heimamenn klúðruðu vítaspyrnu í leiknum og var hún sú sjötta í röð sem liðið klúðrar í deildinni.
Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn með Randers í markalausu jafntefli gegn Nordsjælland á heimavelli.
Klúðrað sex vítum í röð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
