Siðferðislega rangar sögur Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þær Bergþóra Kristbergsdóttir og Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir eru báðar í Morfísliði Borgarholtsskóla og leikfélaginu. Mynd/Pjetur "Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn." Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn."
Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira