O'Kane taldi að búið væri að dæma brot og tók boltann því með hendi. Hann hefði betur sleppt því þar sem það var ekki búið að dæma neitt. Það varð því að dæma víti á hann.
Walsall skoraði úr spyrnunni og komst í 3-1 og kláraði leikinn. O'Kane á líklega eftir að hlusta betur eftir flauti áður en hann tekur aftur slíka ákvörðun.