Ísland gerði David Moyes að manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 11:24 David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira