Erlent

Handtökur á döfinni í máli Madeleine McCann

Jóhannes Stefánsson skrifar
Daily Express segir líklegt að einhverjir verði handteknir vegna nýrra sönnunargagna í máli Madeleine McCann.
Daily Express segir líklegt að einhverjir verði handteknir vegna nýrra sönnunargagna í máli Madeleine McCann. AFP/TWITTER
Sky News hefur birt forsíðu Daily Express á morgun á Twitter síðu sinni þar sem fram kemur að ný sönnunargögn í málinu gætu leitt til handtaka í máli McCann.

Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Scotland Yard haft 38 manns undir grun frá því að bresk lögregluyfirvöld tóku við rannsókn málsins frá hinum portúgölsku. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur stutt við bakið á rannsókninni.

Breska lögreglan hefur þýtt þúsundir skjala sem portúgalska lögreglan hafði safnað og yfirheyrt sum vitnin í málinu að nýju.

Sönnunargögnin í málinu hafa til þessa ekki þótt nægilega afgerandi til að lögregluyfirvöldum í Bretlandi hafi þótt tilefni til að handtaka neinn hinna grunuðu, en svo virðist sem breyting hafi orðið á, ef marka má upplýsingar Sky News. Því gætu handtökur einhverra sem grunaðir eru um að vera viðriðnir málið verið á döfinni á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×