Endurgerð Á annan veg sló í gegn á Sundance Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 23:00 Framleiðendurnir á Sundance-hátíðinni „Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira