Innlent

Þurftu að kæla niður hjólabúnað á vél Icelandair

Þota Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Þota Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd/ Vilhelm.
Slökkviliðsmenn á Logan flugvelli í Boston í Bandaríkjunum, þurftu í gærkvöldi að kæla niður hjólabúnað á þotu frá Icelandair þegar hún ók eftir akstursbraut á vellinum, samkvæmt því sem haft er eftir samgönguyfirvöldum í Massachusetts á vefnum Boston.com.

Enginn eldur kviknaði en slökkviliðsmenn beittu öflugum loftblásurum til að kæla hjólabúnað vélarinnar niður og er unnið að viðgerð á vélinni, samkvæmt talsmanni flugvallarins. Engann sakaði en fyrirhugað flug vélarinnar hingað til lands var fellt niður. Ekki er vitað hvers vegna hjólabúnaðurinn ofhitnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×