Innlent

Egill Einarsson: „Löngu búið að prenta tímaritið“

Tinni Sveinsson skrifar
Egill Einarsson.
Egill Einarsson. Mynd/Anton Brink
Egill Einarsson sendi Vísi rétt í þessu svar við athugasemd Þóru Tómasdóttir.

Í athugasemd Þóru, sem hún sendi í kjölfar yfirlýsingar unnustu Egils, Guðríðar Jónsdóttur, kom fram að Þóra hefði hringt í Egil fyrir útkomu blaðsins:

„Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ sagði Þóra.

Þetta segir Egill ekki rétt. Hann hafi ekki haft kost á því að koma athugasemdum á framfæri:

„Þóra Tómasdóttir hringdi í mig kl. 21:23 í fyrrakvöld (miðvikudagskvöld) og sagði mér frá umfjölluninni. Þá var löngu búið að prenta timaritið og dreifing hafin í verslanir.

Hvernig athugasemdum átti ég að koma á framfæri í tímariti sem var komið út? Ég tek undir með Guðríði að þetta er siðlaus blaðamennska og yfirlýsing Þóru, hvað þetta varðar, er einfaldlega röng,“ segir Egill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×