Sport

Helen kemur inn í Ólympíuhópinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helen Ólafsdóttir á hlaupum í Berlín.
Helen Ólafsdóttir á hlaupum í Berlín. Mynd/Heimasíða Berlínarmaraþonsins
Ólympíuhópur FRÍ hefur verið endurskoðaður af íþrótta- og afreksnefnd FRÍ.  Eitt nýtt nafn bætist í hópinn frá því í fyrra en það er marþonhlauparinn Helen Ólafsdóttir úr ÍR.

Helena kom í mark í Berlínarmaraþoninu í haust á tímanum 2:52,30 klukkustundum. Hún hittir fyrir Einar Daða Lárusson, Guðmund Sverrisson og Anítu Hinriksdóttur, félaga sína úr ÍR, sem einnig eru í hópnum.

Þrettán íþróttamenn, sjö karlar og sex konur, skipa Ólympíuhóp FRÍ fyrir leikana í Ríó 2016. Fimm félög eiga fulltrúa í hópnum en flestir eru úr FH eða fimm íþróttamenn. UFA, Ármann og Breiðablik eiga sinn fulltrúan hver.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir íþróttafólkið og besta árangur þess á árinu (PDF).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×