Fótbolti

Stuðningsmenn Roma sungu níðsöngva um Balotelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kynþáttafordómar stálu enn einu sviðsljósinu í ítalska fótboltanum í kvöld þegar stuðningsmenn Roma gerðu sig seka um kynþáttaníð gagnvart Mario Balotelli, leikmanni AC Milan. Þetta gerðist í markalausu jafntefli AC Milan og Roma á San Siro.

Dómari leiksins þurfti að gera tímabundið hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks vegna níðsöngvanna og það var þá tilkynnt í hátalakerfi vallarins að leikurinn færi ekki aftur af stað fyrr en að Roma-stuðningsmennirnir hættu þessum söngvum.

Þeir hættu samt ekki fyrr en að stjörnuleikmaðurinn og fyrirliði Roma-liðsins, Francesco Totti, bað þá um að hætta.

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Mario Balotelli þarf að hlusta á svona en Internazionale var sektað fyrir hegðun sína í derby-leik Milan-liðanna í febrúar.

Það var annars mikill hiti í leiknum þrátt fyrir markalausið og bæði Sulley Muntari og Francesco Totti fengu meðal annars að líta rauða spjaldið áður en yfir lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×