Alonso vann sannfærandi sigur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 12. maí 2013 15:02 Alonso var sigurreifur á heimavelli í dag. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira