Daniel Agger, leikmaður Liverpool, var í gærkvöldi valinn besti knattspyrnumaður Dana en það eru danskir fótboltamenn sem standa sjálfir að kjörinu. Þetta er í annað skiptið sem Agger fær þessi verðlaun en hann var einnig kjörinn árið 2007.
Daniel Agger fékk mesta samkeppnina frá þeim William Kvist, Nicolai Stokholm, Christian Eriksen og Michael Krohn-Dehli sem voru allir tilnefndir að þessu sinni en William Kvist hafði fengið þessa útnefndingu undanfarin tvö ár.
Daniel Agger stóð sig vel með Liverpool-liðinu á árinu og var einnig fyrirliði danska landsliðsins á Evrópumótinu síðasta sumar.
Brian Laudrup, Peter Schmeichel, Ebbe Sand, Jon Dahl Tomasson, Christian Poulsen, William Kvist, Simon Kjær og Martin Laursen hafa allir verið kosnir bestu fótboltamenn Dana en Brian Laudrup er sá eini sem hefur unnið þessi verðlaun fjórum sinnum.
Daniel Agger valinn besti fótboltamaður Dana
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn
