Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 4. janúar 2013 19:37 Farþegar um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í gærkvöldi voru mjög skelkaðir þegar ofurölvaður íslenskur maður fór að áreita fólk í kringum sig. Þeir hjálpuðu áhöfn flugvélarinnar að yfirbuga manninn sem sat tjóðraður við sæti sitt meirihluta flugsins. Einn sjónarvotta segist hafa óttast að til slagsmála kæmi yfir miðju atlantshafi. Flugvél Icelandair lagði af stað til New York síðdegis í gær. Eftir um tveggja klukkustunda flug fóru farþegar að taka eftir manni sem hagaði sér undarlega í næstu sætaröð. „Það sást til hans þar sem hann reyndi að taka gleraugun af konu. Hann sat fyrst við hlið tveggja kvenna og ég sá hann snerta andlit þeirra og kasta koddum í þær," segir Bradley McGarth, sem var í flugvélinni. Konurnar skiptu stuttu síðar um sæti við tvo karla sem sátu í sætaröðinni fyrir framan þær en maðurinn, sem er íslendingur á fimmtugsaldri, hélt hins vegar ólætunum áfram. „Hann drakk áfengi í óhófi og svo virtist sem hann væri að reyna að stofna til illinda við mennina sem hann sat hjá. Hann stóð oft upp, fór á snyrtinguna, var óstöðugur á fótunum, rakst á aðra farþega og hrasaði á leið sinni til og frá sætinu. Hann raskaði oft ró fólksins um borð. En dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann fór að áreita sessunaut sinn. Það var þá sem farþegar í grenndinni fjötruðu hann þar sem hann var farinn að meiða sessunaut sinn," segir Bradley. Hann segir að það hafi tekið svolitla stund að yfirbuga manninn þar sem hann lét öllum illum látum. „Einhver kom með límband því hann öskraði. Ég tala ekki íslensku en hann öskraði mikið. Síðan hrækti hann á flugfreyjuna og nærstadda farþega sem voru að reyna að hemja hann. Þess vegna var límt fyrir munninn á honum," segir Bradley. Hann segist hafa verið frekar skelkaður þegar maðurinn lét hvað verst. „Ég var aðallega skelkaður því við áttum svo langt eftir. Það var enn 4 tíma flug til New York. Þegar ég leit á kortið sem lýsir fluginu sá ég að við vorum yfir úthafinu. Hvað myndi gerast ef hann skaðaði einhvern?" segir Bradley. Hann segist vilja hrósa flugfreyjunum um borð fyrir þeirra viðbrögð. „Þær stóðu sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Þær leystu hratt og vel úr vanda sem hefði getað orðið skelfilegur. Ég býst við að slíkt geti gerst alls staðar," segir Bradley. Þegar vélin lenti fjórum klukkustundum síðar í New York komu lögreglumenn um borð og ræddu við sjónarvotta í sætunum í kringum manninn og að lokum var hann leiddur síðastur frá borði og í varðhald. „Þegar hann kom í land rannsakaði lögreglan málið og vísaði því til saksóknara á staðnum. Niðurstaða hans var að sækja manninn ekki til saka. Hann var því aldrei kærður fyrir glæp," segir Ron Marsico, upplýsingafulltrúi á JFK flugvellinum. Maðurinn var því næst sendur á spítala þar sem hann gat sofið úr sér en hefur ekki verið kærður fyrir hegðun sína. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið sé að skoða málið með tilliti til hvort leggja eigi fram kæru á hendur manninum vegna ógnandi tilburða hans. Hann segir atvik sem þessi hafa komið upp en þetta sé líklega það alvarlegasta sem hann man eftir hvað varðar hegðun farþega. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Segir flugdólginn tæplega hafa skaðað orðspor fyrirtækisins Upplýsingafulltrúi Icelandair segir starfsfólk hafa brugðist rétt við. 4. janúar 2013 19:16 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Farþegar um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í gærkvöldi voru mjög skelkaðir þegar ofurölvaður íslenskur maður fór að áreita fólk í kringum sig. Þeir hjálpuðu áhöfn flugvélarinnar að yfirbuga manninn sem sat tjóðraður við sæti sitt meirihluta flugsins. Einn sjónarvotta segist hafa óttast að til slagsmála kæmi yfir miðju atlantshafi. Flugvél Icelandair lagði af stað til New York síðdegis í gær. Eftir um tveggja klukkustunda flug fóru farþegar að taka eftir manni sem hagaði sér undarlega í næstu sætaröð. „Það sást til hans þar sem hann reyndi að taka gleraugun af konu. Hann sat fyrst við hlið tveggja kvenna og ég sá hann snerta andlit þeirra og kasta koddum í þær," segir Bradley McGarth, sem var í flugvélinni. Konurnar skiptu stuttu síðar um sæti við tvo karla sem sátu í sætaröðinni fyrir framan þær en maðurinn, sem er íslendingur á fimmtugsaldri, hélt hins vegar ólætunum áfram. „Hann drakk áfengi í óhófi og svo virtist sem hann væri að reyna að stofna til illinda við mennina sem hann sat hjá. Hann stóð oft upp, fór á snyrtinguna, var óstöðugur á fótunum, rakst á aðra farþega og hrasaði á leið sinni til og frá sætinu. Hann raskaði oft ró fólksins um borð. En dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann fór að áreita sessunaut sinn. Það var þá sem farþegar í grenndinni fjötruðu hann þar sem hann var farinn að meiða sessunaut sinn," segir Bradley. Hann segir að það hafi tekið svolitla stund að yfirbuga manninn þar sem hann lét öllum illum látum. „Einhver kom með límband því hann öskraði. Ég tala ekki íslensku en hann öskraði mikið. Síðan hrækti hann á flugfreyjuna og nærstadda farþega sem voru að reyna að hemja hann. Þess vegna var límt fyrir munninn á honum," segir Bradley. Hann segist hafa verið frekar skelkaður þegar maðurinn lét hvað verst. „Ég var aðallega skelkaður því við áttum svo langt eftir. Það var enn 4 tíma flug til New York. Þegar ég leit á kortið sem lýsir fluginu sá ég að við vorum yfir úthafinu. Hvað myndi gerast ef hann skaðaði einhvern?" segir Bradley. Hann segist vilja hrósa flugfreyjunum um borð fyrir þeirra viðbrögð. „Þær stóðu sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Þær leystu hratt og vel úr vanda sem hefði getað orðið skelfilegur. Ég býst við að slíkt geti gerst alls staðar," segir Bradley. Þegar vélin lenti fjórum klukkustundum síðar í New York komu lögreglumenn um borð og ræddu við sjónarvotta í sætunum í kringum manninn og að lokum var hann leiddur síðastur frá borði og í varðhald. „Þegar hann kom í land rannsakaði lögreglan málið og vísaði því til saksóknara á staðnum. Niðurstaða hans var að sækja manninn ekki til saka. Hann var því aldrei kærður fyrir glæp," segir Ron Marsico, upplýsingafulltrúi á JFK flugvellinum. Maðurinn var því næst sendur á spítala þar sem hann gat sofið úr sér en hefur ekki verið kærður fyrir hegðun sína. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið sé að skoða málið með tilliti til hvort leggja eigi fram kæru á hendur manninum vegna ógnandi tilburða hans. Hann segir atvik sem þessi hafa komið upp en þetta sé líklega það alvarlegasta sem hann man eftir hvað varðar hegðun farþega.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Segir flugdólginn tæplega hafa skaðað orðspor fyrirtækisins Upplýsingafulltrúi Icelandair segir starfsfólk hafa brugðist rétt við. 4. janúar 2013 19:16 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05
Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12
Segir flugdólginn tæplega hafa skaðað orðspor fyrirtækisins Upplýsingafulltrúi Icelandair segir starfsfólk hafa brugðist rétt við. 4. janúar 2013 19:16