Handknattleikskappinn Hörður Fannar Sigþórsson mun að öllum líkindum spila með meistaraflokki karla hjá Akureyri út leiktíðina samkvæmt heimildum Íþróttadeildar.
Hörður Fannar ku hafa fengið sig lausan allra mála hjá færeyska félaginu Kyndli. Hörður gekk til liðs við félagið síðastliðið sumar en er nú á heimleið.
Hörður er línumaður og sterkur varnarmaður. Hann var lykilmaður í liði Akureyrar þar til hann flutti sig um set til Færeyja. Um mikinn styrk er að ræða fyrir Akureyrarliðið sem leikur gegn FH í undanúrslitum Deildabikars HSÍ í lok janúar.
Hörður Fannar í herbúðir Akureyrar á ný
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn